Elísa Ó. Guðmundsdóttir / Mynd: Saga SIG.

Elísa Ó. Guðmundsdóttir / Mynd: Saga SIG.

 

Elísa Ó. Guðmundsdóttir

Elísa hefur starfað við blómahönnun og útstillingar frà 1978. Hún var verslunar og yfir blómaskreytir hjà Alaska í gamla Breiðholtsbýlinu frà árinu 1982-1993 hefur síðan starfað sjàlfstætt við blómahönnun, útstillingar, viðburði  og blómasýningar 1993-1998. Árið 1998 stofnaði hún Veislugarð, veislu- og viðburðafyritæki ásamt eiginmanni hennar Vigni Kristjánssyni matreiðslumeistara.

Fyrirtækið var staðsett í Hlégarði Mosfellsbæ frà árinu 1998 – 2014, þar sem þau stýrðu ýmsum viðburðum og brúðkaupum. Þar voru skreytingar hennar stór hluti umgjörðinni.

Vorið 2014 fluttu þau fyrirtæki okkar í Lágmúla 4, 108 Reykjavík. Í september 2014 opnuðum við 4 Árstíðir, sem er árstíðarbundin blómahönnunar og gjafavöruverslun sem tekur breytingum fylgjandi hverri árstíð með öllum sínum sjarma og sérstöðu.

Hjá 4 Árstíðum viljum við veita persónulega og faglega þjónustu, innblástur og góð ráð. Við leggjum mikið upp úr því að vera með öðruvísi úrval af afskornum blómum, pottaplöntum, pottum og fallegri heimilis- og gjafavöru.

Tökum vel á móti þér/ykkur

Elísa og starfsfólk 4 Árstíða

Staðsetning: Lágmúli 4, 108 Reykjavík.
Símanúmer: +354 5668215
Opnunartímar: Þriðjudaga-föstudaga frá 11:00-18:00 og
laugardaga frá 11:00-16:00