Gjafavara

Við leggjum mikið upp úr því að bjóða fallegt úrval af sérvaldri gjafavöru sem fegrar heimilið og gleður augað.

Við erum með mikið úrval af pottum m.a. frá dönsku merkjunum IB laursen og B. Green auk þess sem við sérveljum potta sem okkur þykja fallegir og henta vel undir plöntur.

Verslunin og vöruúrval tekur reglulega breytingum í takt við árstíðirnar

Þykkblöðungar.jpeg

Plöntur og afskorin blóm

Plöntur setja mikinn svip á verslunina. Okkar plöntur eru sérvaldar og leggjum við mikið upp úr því að bjóða upp á fallegar og ferskar plöntur. Við veitum einnig faglega ráðgjöf við val og umhirðu á plöntum og pottum undir þær.

Við erum ávallt með einstakt úrval af árstíðarbundnum afskornum blómum og greinum. Mikill metnaður fer í að velja úrvalið eftir því sem okkur þykir fallegast og ferskast hverju sinni auk þess sem við sérpöntum blóm og greinar.

Við erum með tilbúna blómvendi, setjum saman blómvendi og skreytingar á staðnum. Viðskiptavinir geta einnig pantað blómvendi fyrirfram í síma 56668215 eða í gegnum 4arstidir@4arstidir.is.

5ow6TazQ.jpeg

ALTUM

ALTUM eru SPA vörur sem við tókum inn í verslunina 2018 og er angi IB laursen. Altum er latína og merkir rísandi vatn eða sjávarfalll, en hugmyndin að baki línunnar er hreinsun og hringrás lífsins.

Allar vörurna eru gerðar úr náttúrulegum jurtum, kamillu, hafþyrni og rósarberjum og eru án litarefna og paraben efna. Línan er fáanleg í þremur lyktum. Vörurnar eru í fallegum og stílhreinum umbúðum og fallegar inn á öll heimili og baðherbergi.